Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 23. júlí 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Antonio Valencia haltraði af velli í gær
Valencia fór meiddur af velli.
Valencia fór meiddur af velli.
Mynd: Getty Images
Undirbúningstímabil Manchester United er rétt nýhafið en Jose Mourinho þarf strax að byrja að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna eftir að Antonio Valencia haltraði af velli í jafntefli gegn San Jose Earthquakes í gær.

Valencia sem er 32 ára gamall entist aðeins í sjö mínútur í leiknum í gær. Hægri bakvörðurinn haltraði af velli með það sem leit út fyrir að vera meiðsli á kálfa og fór beint inn í búningsklefa. Matteo Darmian kom inn á í hans stað.

Það er áhyggjuefni fyrir Mourinho sem er nú þegar tæpur á leikmönnum eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Knattspyrnustjórinn hafði tilkynnt að hann ætlaði sér að byrja tímabilið í ensku úrvalsdeildinni með fjögurra manna vörn og nota þá Valencia, Luke Shaw, Eric Bailly og Chris Smalling.

Nýjasta viðbótinn í hóp United, Diogo Dalot er meiddur þangað til í september og þá eru þeir Phil Jones, Ashley Young, Marcos Rojo og Victor Lindelof allir í fríi eftir heimsmeistarmótið.

Athugasemdir
banner
banner
banner