Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. júlí 2018 16:27
Brynjar Ingi Erluson
Bordeaux staðfestir samkomulag við Roma um Malcom
Malcom er að skrifa undir hjá Roma
Malcom er að skrifa undir hjá Roma
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Malcom er að ganga frá félagaskiptum sínum frá Bordeaux til Roma en franska félagið staðfesti í dag að samkomulag væri í höfn.

Malcom, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við Bordeaux árið 2016 frá Corinthians í Brasilíu.

Hann hefur spilað feykilega vel fyrir Bordeaux og vakið áhuga margra stórliða.

Tottenham Hotspur og Liverpool voru meðal félaga sem hann var orðaður við en Roma ákvað að ganga hratt frá samningum við leikmanninn.

Hann fer í læknisskoðun hjá Roma á morgun og verður í kjölfarið kynntur hjá félaginu.

Javier Pastore, Bryan Cristante, Justin Kluivert, Gregoire Defrel og Davide Santon eru á meðal þeirra leikmanna sem Roma hefur fengið í sumar og þá er Robin Olsen, markvörður FCK, á leiðinni á næstu dögum.

Það er nóg til hjá Roma eftir að félagið seldi Alisson Becker til Liverpool fyrir rúmar 75 milljónir punda.



Athugasemdir
banner
banner
banner