Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. júlí 2018 10:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Felix Örn að ganga í raðir Velje í Danmörku
Felix Örn er á leið til Danmerkur.
Felix Örn er á leið til Danmerkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Felix Örn Friðriksson, sem leikið hefur með ÍBV, er á leið í dönsku úrvalsdeildina. Þetta staðfestir Páll Þorvaldur Hjarðar, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Morgunblaðið.

Felix er aðeins 19 ára en hefur samt leikið stórt hlutverk frá síðasta keppnistímabili.

Á þessu keppnistímabili hefur Felix spilað 12 leiki af 13 í Pepsi-deild karla.

Felix lék sína fyrstu A-landsleiki í byrjun þessa árs gegn Indónesíu.

Felix fer út í vikunni en liðið sem um ræðir er Velje, sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. Velja hefur byrjað vel og er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína. Liðið gerði jafnefli við Bröndby í gær.

Páll útilokar ekki að leikmaður verði fenginn til ÍBV áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner