Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. júlí 2018 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Bayern hraunar yfir Özil - „Ömurlegur í mörg ár"
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Uli Hoeness og Pep Guardiola í samræðum.
Uli Hoeness og Pep Guardiola í samræðum.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil tilkynnti það í gær að hann væri hættur að spila með þýska landsliðinu. Hann var í miklum ham á Twitter þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni með fjórum færslum.

Hann sagðist vera búinn að fá nóg af gagnrýni. Þýskaland, sem varð Heimsmeistari 2014, komst ekki upp úr riðlakeppninni á mótinu í ár. Enginn fékk líklega meiri gagnrýni en Özil í kjölfarið.

Özil var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína en hann var líka gagnrýndur fyrir mynd sem hann hann tók með hinum umdeilda forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan. Özil var ásamt liðsfélaga sínum, Ilkay Gundogan á myndinni. Özil og Gundogan færðu Erdogan áritaðar treyjur og tóku í höndina á honum. Báðir leikmenn fæddust í Þýskalandi en foreldrar þeirra eru tyrkneskir innflytjendur.

Erdogan hefur fengið mikla gagnrýni í stjórnartíð sinni vegna einræðistilburða og meintra mannréttindabrota, en samband hans við Þýskaland er ekki gott.

Özil var harðlega gagnrýndur í Þýskalandi vegna myndarinnar en hann er mjög ósáttur við forseta knattspyrnusambandsins og fjölmiðla í Þýskalandi. „Í augum Grindel (forseta knattspyrnusambandsins), þá er ég þýskur þegar við vinnum en innflytjandi þegar við töpum," sagði Özil í tilkynningu sinni í gær.

Hann kveðst hættur með landsliðinu vegna þess sem skeð hefur síðustu vikur, hann er 29 ára og á 92 landsleiki.

Lætur Özil heyra það
Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Özil að hætta og einn þeirra er Uli Hoeness, fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og núverandi forseti risans Bayern München. Hann lætur Özil heyra það.

„Ég er feginn að þetta sé búið, hann hefur spilað hræðilega í mörg ár," sagði Hoeness.

„Hann vann síðast tæklingu fyrir Heimsmeistaramótið 2014. Núna felur hann sig og sína ömurlegu frammistöðu á bak við þessa mynd," sagði Hoeness og bætti við að þegar Bayern spilar gegn Arsenal þá reyni þeir að notfæra sér Özil.

„Þegar við spilum gegn Arsenal þá reynum við að láta þá spila í gegnum hann vegna þess að við vitum að hann er þeirra veikleiki."

Þess má geta að Özil hefur aðeins tvisvar á ferli sínum verið í sigurliði gegn Bayern. Hann hefur spilað 17 sinnum gegn liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner