Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. júlí 2018 15:24
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Breiðabliks: Viðræður við Spezia á lokastigi
Sveinn Aron Guðjohnsen er á leið til Ítalíu
Sveinn Aron Guðjohnsen er á leið til Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, staðfesti það við Fótbolta.net í dag að viðræður við Spezia um sölu á Sveini Aroni Guðjohnsen, séu á lokastigi.

Sveinn Aron, sem er fæddur árið 1998, er kominn með 4 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili en er nú á leið til Ítalíu í B-deildina.

Breiðablik og Spezia hafa verið í viðræðum um leikmanninum á síðustu vikum og eru þær nú á lokastigi.

Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarki Gunnlaugsson héldu út til Spezia á dögunum og skoðuðu aðstæður. Það reyndist jákvæð ferð og er útlit fyrir það að Sveinn skrifi undir hjá Spezia á næstunni.

„Ég get sagt þér það að viðræður eru á lokastigi við Spezia um Svein Aron og það skýrist allt á næstunni," sagði Eysteinn við Fótbolta.net í dag.

Sveinn Aron verður annar Íslendingurinn til þess að spila fyrir Spezia en Hörður Björgvin Magnússon var þar á láni frá Juventus tímabilið 2013-2014.
Athugasemdir
banner
banner