Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 23. júlí 2018 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jorginho kláraði sendingu á 27 sekúndna fresti
Jorginho kom vel út úr frumraun sinni.
Jorginho kom vel út úr frumraun sinni.
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Jorginho þreytti frumraun sína með Chelsea í dag þegar liðið spila æfingaleik við ástralska liðið Perth Glory.

Jorginho er fyrsti og eini leikmaðurinn sem Maurizio Sarri er búinn að fá til Chelsea.

Jorginho spilaði 45 mínútur í dag en tölfræði hans úr leiknum gerði stuðningsmenn Chelsea spennta.

Hann náði að snerta boltann 101 einu sinni og hitti 98 sendingar á samherja. Hann kláraði sendingu með á 27 sekúndna fresti sem er hreint út sagt magnað.

Jorginho spilar sem djúpur á miðjunni en hann og Sarri þekkjast mjög vel eftir að hafa unnið saman hjá Napoli.

Chelsea vann leikinn í dag 1-0.



Athugasemdir
banner
banner
banner