Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. júlí 2018 17:26
Brynjar Ingi Erluson
KSÍ býður Guns N'Roses velkomna með treyjum
Íslenski landsliðsbúningurinn er klár fyrir rokkhljómsveitina
Íslenski landsliðsbúningurinn er klár fyrir rokkhljómsveitina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríska rokkhljómsveitin Guns 'N' Roses heldur tónleika á Laugardalsvelli á morgun en mikil spenna er fyrir þeim. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar hér á landi og er KSÍ auðvitað búið að búa til treyjur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar.

KSÍ birti mynd af treyjunum í dag en Axl Rose, Slash og Duff McKagan fá allir treyjur.

Axl Rose verður í treyju númer 69 með nafni sínu aftan á en Slash verður í treyju númer 666 eða númer djöfulsins. Duff verður þá í treyju númer 77.

Hægt er að sjá mynd af treyjunum hér fyrir neðan en það verður spennandi að sjá hvort þeir komi ekki til með að klæðast þeim á meðan tónleikarnir eru í gangi.



Athugasemdir
banner