Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. júlí 2018 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Lyon ætlar að bjóða Fekir betri samning
Nabil Fekir verður líklega áfram í treyju Lyon
Nabil Fekir verður líklega áfram í treyju Lyon
Mynd: Getty Images
Franski leikmaðurinn Nabil Fekir fær nýjan og betri samning hjá Lyon á næstu vikum ef marka má frétt frá Le Progress í dag. Hann virðist ekki vera á leið til Liverpool ef marka má fréttir að utan.

Fekir var hársbreidd frá því að ganga í raðir Liverpool fyrir HM en búið var að ganga frá helstu atriðum áður en það kom upp vandamál í læknisskoðuninni.

Leikmaðurinn var í franska landsliðinu sem vann HM eftirminnilega á dögunum og er nú kominn í frí en ljóst er að það eru engin tilboð á borðinu hjá Lyon.

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, hefur verið duglegur að halda sér í sviðsljósinu yfir mögulegum skiptum Fekir en hann býst við því að Fekir fái nú betri samning og framlengi við félagið í stað þess að yfirgefa það.

„Mér leið aldrei eins og hann vildi yfirgefa Lyon og við þurfum heldur ekki að selja. Við erum að fara að spila í Meistaradeild Evrópu og ætlum að gera góða hluti þar. Við höfum engar áhyggjur af Nabil og Marcelo (orðaður við West Ham). Ensku liðin eiga mikinn pening en það má segja sömu sögu um okkur," sagði Aulas.

Fekir mun því að öllum líkindum semja aftur við Lyon en það eru þó einnig blaðamenn sem eru fullvissir um að franski landsliðsmaðurinn verði kominn í Liverpool treyju áður en glugginn lokar. Það verður fróðlegt að fylgjast áfram með framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner