Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 23. júlí 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pulisic of ungur til að fá verðlaun - Van Dijk maður leiksins
Christian Pulisic er efnilegur leikmaður.
Christian Pulisic er efnilegur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Bandaríkjamaðurinn efnilegi, Christian Pulisic, var frábær þegar Dortmund sigraði Liverpool í æfingaleik á International Champions Cup mótinu í Bandaríkjunum í gær.

Pulisic skoraði tvö og átti þátt í þriðja markinu í 3-1 sigri Dortmund.

Hann átti skilið að vera maður leiksins en þar sem hann er 19 ára gat hann ekki fengið útnefninguna.

Ástæðan fyrir því er að bjórframleiðandinn Heineken er styrktaraðili og fær maður leiksins verðlaun frá Heineken. Pulisic er aðeins 19 ára og hann gat því ekki fengið verðlaunin þar sem þú þarft að vera orðinn 21 árs gamall til að neyta áfengis í Bandaríkjunum.

Virgil van Dijk, sem skoraði mark Liverpool, fékk því verðlaunin en hann er orðinn 27 ára og má því drekka áfengi í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner