Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. júlí 2018 17:15
Brynjar Ingi Erluson
Þýska knattspyrnusambandið hafnar ásökunum Özil
Mesut Özil í leik með Arsenal. Hann er hættur að spila fyrir Þýskaland.
Mesut Özil í leik með Arsenal. Hann er hættur að spila fyrir Þýskaland.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, leikmaður Arsenal á Englandi, tilkynnti í gær að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna og lágu þar nokkrar ástæður að baki. Hann sakaði meðal annars starfsmenn þýska knattspyrnusambandsins um rasisma en knattspyrnusambandið hefur svarað þessum ásökunum.

Málið á sér langa sögu en Özil á ættir sínar að rekja til Tyrklands eins og margir aðrir í þýska landsliðinu. Önnur dæmi eru Ilkay Gundogan, Emre Can og Sami Khedira svo einhverjir séu nefndir.

Özil og Gundogan létu taka mynd af sér með Recep Erdogan, forseta Tyrklands, stuttu fyrir HM í Rússlandi en það fór alls ekki vel í þýsku þjóðina, hvað þá knattspyrnusambandið.

Orðspor Erdogan er afar slæmt en hann hefur brotið oft á mannréttindum fólks í Tyrklandi og þá hefur honum tekist að hefta frelsi fjölmiðla. Myndin eins og áður segir fór ekki vel í lýðinn og þurfti Özil að útskýra hana.

Þýska liðið gerði engar rósir á HM og fannst Özil eins og hann væri miðpunktur athyglinnar og að árangurinn væri að mestu honum að kenna. Þar sakaði hann Reinhard Grindel, forseta knattspyrnusambandsins, um að vera með rasisma í hans garð og að hann hafi farið á fund með honum en að eina sem Grindel gerði var að lýsa yfir pólitískum skoðunum sínum.

„Það sem við öll verðum að gera, utan sem innan vallar er að bera virðingu fyrir mannréttindum, málfrelsinu og heiðarleika. Það sama gildir um alla leikmenn þýska landsliðsins og að þessi gildi séu virt. Þess vegna verða margar spurningar til þegar þessi mynd birtist af þeim með Erdogan," segir í yfirlýsingu frá þýska knattspyrnusambandinu.

„Þýska knattspyrnusambandið harmar það að Mesut Özil líði þannig að hann hafi ekki verið verndaður frá því að verða fyrir barðinu á fólki með kynþáttaníð en það var mikilvægt að hann myndi útskýra myndina, burt séð frá því hvernig þýska landsliðinu myndi vegna á HM. Við vinnum saman sem lið og við töpum saman sem lið."

„Það að knattspyrnusambandið eigi að vera tengt við rasisma, við höfnum því alfarið. Sambandið hefur í mörg ár unnið að því að sameina fólk í Þýskalandi. Sambandið samanstendur af fjölbreytileika, alveg frá efsta manni í brúnni niður í fólk sem leggur hönd á plóg daglega."

„Knattspyrnusambandinu þykir það miður að Mesut Özil hafi ákveðið að hætta að spila fyrir Þýskaland. Það breytir því þó ekki að sambandið mun halda áfram að leggja metnað í þá árangursríku sameiningu sem á sér stað og hefur það mikla trú á því verkefni,"
sagði í yfirlýsingu sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner