banner
   mán 23. júlí 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungverjaland: Sigur í fyrsta deildarleik Kjartans
Kjartan er farinn að spila í Ungverjalandi eftir að hafa áður leikið í nokkur ár með Horsens í Danmörku.
Kjartan er farinn að spila í Ungverjalandi eftir að hafa áður leikið í nokkur ár með Horsens í Danmörku.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason spilaði í gær sinn fyrsta deildarleik fyrir Ferencvaros þegar liðið fékk Diósgyör í heimsókn.

Kjartan samdi við Ferencvaros í lok síðasta mánaðar en liðið er það sigursælasta í Ungverjalandi. Það endaði þó í öðru sæti á síðasta tímabili en núna kemur ekkert annað til greina en titillinn.

Ferencvaros féll á dögunum úr leik í Evrópudeildinni gegn Maccabi Tel Aviv og því getur liðið einbeitt sér alfarið að deildinni. Kjartan Henry byrjaði á bekknum í gær en kom inn á sem varamaður þegar 82 mínútur voru búnar af leiknum.

Þegar Kjartan Henry kom inn á var staðan 4-1 fyrir Ferencvaros og þannig enduðu leikar.

Flottur sigur hjá Kjartani og félögum en næstur sigur er um næstu helgi gegn MTK. Vonandi fær Kjartan fleiri mínútur þar.

Sjá einnig:
Viðtal sem tekið var við Kjartan stuttu eftir félagaskiptin
Athugasemdir
banner
banner
banner