Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. júlí 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Zola: Sarri þarf á þolinmæði að halda
Zola verður Sarri innan handar hjá Chelsea.
Zola verður Sarri innan handar hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola hefur kallað eftir því að nýr knattspyrnustjóri Chelsea, Maurizio Sarri fái tíma til þess að gefa félaginu það sem það býst við.

Zola spilaði með Chelsea á árunum 1996 til 2003, hann er nú kominn aftur á Brúnna sem aðstoðarstjóri.

Svo lengi sem fólk hjá félaginu styður klúbbinn og sýnir smá þolinmæði er ég viss um að þeir fá það sem þeir búast við,” sagði Zola.

Ég kann vel við hvernig hans lið spilar fótbolta. Þeir eru vel skipulagðir, góðir varnarlega en spila líka góðan fótbolta. Ég hef alltaf kunnað vel við þjálfara sem styðja slíka knattspyrnu.”

Zola var í sjö ár hjá Chelsea sem leikmaður þar sem hann skoraði 59 mörk í 229 leikjum.

Það er frábært að vera komin aftur til starfa hjá félaginu. Það er gott að vera að vinna með þjálfaranum. Ég er mjög spenntur og hef metnað til þess að gera vel í þessu ævintýri,” sagði Zola.

Athugasemdir
banner
banner
banner