fim 23. júlí 2020 10:11
Elvar Geir Magnússon
„Arnar er að gera frábæra hluti með liðið"
Arnar Grétarsson (til hægri) fer vel af stað með KA.
Arnar Grétarsson (til hægri) fer vel af stað með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þjálfaraskipti urðu hjá KA í síðustu viku þegar Arnar Grétarsson var ráðinn þjálfari í stað Óla Stefáns Flóventssonar.

Arnar hefur náð í fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum, sigur gegn Gróttu og svo markalaust jafntefli gegn FH á útivelli í gær.

Næsta verkefni KA verður að mæta Íslandsmeisturum KR en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði Arnari í viðtali í gær.

„Það verður mjög erfitt verkefni, erfitt að spila fyrir norðan. Þeir fengu nýjan þjálfara sem er að gera frábæra hluti með liðið. Arnar er góður vinur minn þannig það verður gaman að fara norður en á sama skapi mjög erfitt að eiga við þá," segir Rúnar.

„Þeir eru gríðarlega vel skipulagðir og eru búnir að spila tvo flotta leiki eftir að Arnar tók við."

KA tekur á móti KR á Greifavellinum klukkan 16 á sunnudag.
Rúnar Kristins: Ósáttur með að vinna ekki leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner