Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júlí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale þénar vel sem varamaður
Bale dundar sér á varamannabekknum.
Bale dundar sér á varamannabekknum.
Mynd: Getty Images
Walesverjinn Gareth Bale fær ekki mikið að spila hjá Real Madrid og er ekki inn í myndinni hjá Zinedine Zidane.

Talið er að Madrídarstórveldið sé til í að selja Bale í sumar en það sé hægara sagt en gert þar sem hann er á algerum ofurlaunum. Hinn 31 árs gamli Bale kom til Real Madrid frá Tottenham árið 2013 fyrir 100 milljónir evra, þá heimsmetsfé.

Bale skrifaði undir sex ára samning við Real í október 2016 og varð hann þriðji launahæsti leikmaður í heimi er hann skrifaði undir samninginn, á eftir aðeins Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Það átti að byggja liðið í kringum Bale en það hefur engan veginn ekki gerst. Zidane virðist ekki vera hrifinn af honum og Bale virðist sjálfur hafa meiri áhuga á golfi en fótbolta þessa stundina.

Daily Mail fjallar um það að Bale verði ekki fátækur af því að sitja á bekknum. Hann er búinn að þéna um 16,6 milljónir punda í laun frá félagi sínu á tímabilinu.

Hann hefur spilað 1260 af 4500 mögulegum mínútum fyrir Real Madrid á tímabilinu og hefur hann því fengið 13174 pund fyrir hverja mínútu sem hann hefur spilað. Hann hefur fengið 5123 pund fyrir hverja mínútu sem hann hefur setið á bekknum eða ekki verið í hóp, en það eru tæplega 889 þúsund íslenskar krónur.

Þrátt fyrir bekkjarsetuna þá ítrekar umboðsmaður Bale að hann sé ekki á förum frá spænsku höfuðborginni.
Athugasemdir
banner
banner
banner