Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júlí 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Bilic: Geggjað tímabil
Bilic í kampavínssturtu eftir að úrvalsdeildarsætið var tryggt.
Bilic í kampavínssturtu eftir að úrvalsdeildarsætið var tryggt.
Mynd: Getty Images
Það var mikil dramatík í lokaumferð Championship-deildarinnar í gær en West Bromwich Albion tryggði sér sæti beint upp í ensku úrvalsdeildina.

West Brom gerði 2-2 jafntefli gegn QPR en þar sem Brentford tókst ekki að vinna Barnsley komust Slaven Bilic og lærisveinar upp í deild þeirra bestu.

„Geggjað tímabil, þvílík deild," segir Bilic sem ráðinn var stjóri liðsins síðasta tímabil.

„Ég vildi prófa að stýra liði í Championship-deildinni því það er ekki síður erfitt. Ég vissi samt ekki að það væri svona erfitt. Þetta hefur krafist mikils og tekið mikið af manni."

„Ég naut ekki hverrar mínútu en að enda þetta svona er ótrúlegt. Ég er stoltur af félaginu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner