Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júlí 2020 09:51
Sverrir Örn Einarsson
Binni Hlö ekki með Leikni á næstunni
Mynd: Haukur Gunnarsson
Brynjar Hlöðversson í Leikni meiddist á hné þegar Breiðhyltingar unnu Magna í Lengjudeildinni á dögunum.

Brynjar var ekki með Leiknismönnum þegar þeir unnu 5-0 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í gær og skutust á topp deildarinnar.

Brynjar á eftir að fara í nánari skoðun á meiðslum sínum en ljóst er að hann verður frá í einhvern tíma.

„Það hefur ekki komið nein greining á það en hann verður eitthvað frá já," sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir leik í gær.

Brynjar er 31 árs miðjumaður en hann hefur spilað sem miðvörður í upphafi tímabils. Hann er uppalinn Leiknismaður en lék síðustu tvö ár með HB í Færeyjum.

Hér að neðan má sjá viðtal við Sigurð Höskuldsson sem tekið var eftir leikinn í gær.
Siggi Höskulds: Sjaldan verið jafn stoltur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner