Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júlí 2020 09:25
Elvar Geir Magnússon
Lallana gæti farið til Southampton - Oblak til Man Utd?
Powerade
Adam Lallana.
Adam Lallana.
Mynd: Getty Images
Slóvenski markvörðurinn Jan Oblak.
Slóvenski markvörðurinn Jan Oblak.
Mynd: Getty Images
Aubameyang, Jovic, Wilson, Bennacer, Sancho og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC og Sky Sports tóku saman.

Arsenal ætlar að bjóða Pierre-Emerick Aubameyang (31) samning upp á 250 þúsund pund í vikulaun og reyna þannig að sannfæra hann um að vera áfram hjá félaginu. (Telegraph)

Newcastle ætlar að gera lánstilboð í serbneska framherjann Luka Jovic (22) hjá Real Madrid en starfsmenn félagsins eru beðnir um að vinna eins og yfirtakan frá Sádi-Arabíu muni ekki eiga sér stað. (Shields Gazette)

Newcastle mun reyna að fá enska framherjann Callum Wilson (28) frá Bournemouth ef síðarnefnda félagið fellur í Championship-deildina. (Express)

Borussia Dortmund hefur skoðað vængmanninn Milot Rashica (24) hjá Werder Bremen sem mögulegan kost til að fylla í skarð Jadon Sancho ef Englendingurinn, sem er orðaður við Manchester United, fer. (Telegraph)

Leeds United, sem er nýbúið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, gæti reynt að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic (38). Zlatan hefur viðurkennt að ólíklegt sé að hann framlengi við AC Milan. (Sun)

Manchester City vill fá miðjumanninn Ismael Bennacer (22) frá AC Milan en Paris St-Germain hefur einnig áhuga á Alsíringnum. (Le10 Sport)

Brasilíumaðurinn Willian (32) hjá Chelsea færist nær því að samþykkja skipti til Arsenal á frjálsri sölu. (ESPN)

Enski miðjumaðurinn Adam Lallana (32) gæti mögulega snúið aftur til Southampton en samningur hans við Liverpool er að renna út. (Express)

Arsenal íhugar að reyna að fá miðjumanninn Douglas Luiz (22) frá Aston Villa. Manchester City gæti reynt að kaupa Brasilíumanninn til baka. (90min)

Tottenham telur líklegt að félagið muni landa danska miðjumanninum Pierre-Emile Höjbjerg (24) frá Southampton, þrátt fyrir að 25 milljóna punda tilboð Everton hefur verið samþykkt. (Guardian)

Enski varnarmaðurinn Japhet Tanganga (21) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Tottenham. (Evening Standard)

Steven Gerrard, stjóri Rangers, hefur hafnað tilboði um að verða næsti stjóri Bristol City í Championship-deildinni. (Bristol Post)

Valencia ætlar að reyna að fá Kepa Arrizabalaga (25), markvörð Chelsea, og David Silva (34), miðjumann Manchester City. (90min)

Manchester United þarf að borga 109 milljóna punda riftunarákvæði í samningi markvarðarins Jan Oblak (27) ef félagið ætlar að fá hann frá Atletico Madrid. (Mail)

John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, segir nauðsynlegt fyrir Liverpool að styrkja sig áður en næsta tímabil gengur í garð. (Sky Sports)

Leeds vill fá enska framherjann Eberechi Eze (22) frá QPR til að stækka hópinn fyrir úrvalsdeildina. (Sun)

Everton vill selja Yannick Bolasie (31) sem er á lokaári samnings síns. (Liverpool Echo)

Leroy Sane (24), vængmaður Bayern München, hefur þrýst á austurríska varnarmanninn David Alaba (28) um að vera áfram hjá félaginu. Manchester City og Real Madrid hafa áhuga á að fá hann. (Bild)

Bayer Leverkusen gæti reynt að fá brasilíska miðjumanninn Reinier (18) lánaðan frá Real Madrid ef Kai Havertz (21) fer til Chelsea. (Goal)

Aston Villa er með John Swift (25) hjá Reading á blaði ef Jack Grealish (24) yfirgefur félagið. Sheffield United hefur einnig áhuga á Swift. (Reading Chronicle)

Porto undirbýr 6,3 milljóna punda tilboð í portúgalska varnarmanninn Ruben Semedo (26) hjá Olympiakos. (Sport 24)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner