fim 23. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sane: Ég og Guardiola fengum aldrei nóg af hvor öðrum
Pep Guardiola og Leroy Sane.
Pep Guardiola og Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Leroy Sane segir að það séu engin illindi á milli hans og Pep Guardiola.

Sane yfirgaf Manchester City á dögunum og gekk í raðir Bayern München. Hann vildi ekki vera áfram í Manchester og talið er ein af ástæðunum fyrir því sé stirrt samband við Guardiola, sem er ekki hræddur við að vera harður við leikmenn ef hann telur þess þurfa.

Sane var í viðtali við Bild þar sem hann segir hins vegar að samband sitt við Guardiola sé gott.

„Samband okkar er gott og það koma aldrei sá tímapunktur þar sem við fengum nóg af hvorum öðrum," segir Sane. „Ég er þakklátur fyrir allt það sem hann hefur kennt mér."

„Við bjuggum meira að segja í sömu byggingu og við sáum hvorn annan mjög oft."

Talið er að Sane hafi líka ekki verið viss með spiltíma hjá City en hjá Bayern verður hann væntanlega í lykilhlutverki. Bayern borgaði 49 milljónir evra fyrir Sane sem var að renna út á samningi á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner