fim 23. júlí 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Swansea: Fögnum ekki strax
Rhian Brewster og Steve Cooper.
Rhian Brewster og Steve Cooper.
Mynd: Getty Images
Steve Cooper stjóri Swansea segir að það séu engin fagnaðarlæti þó liðinu hafi tekist á magnaðan hátt að tryggja sér inn í umspilið í Championship-deildinni.

Lokaumferð deildarinnar var í gær og fáir bjuggust við því að Swansea gæti komist í umspilskeppnina.

En með 4-1 sigri gegn Reading tókst það þar sem Nottingham Forest tapaði 4-1 gegn Stoke á dramatísku lokakvöldi.

Swansea mun mæta Brentford í undanúrslitum umspilsins.

„Þetta var vel gert en það eru stærri markmið sem við sækjumst eftir. Ég bið fjölmiðlamenn afsökunar á því að bjóða ekki upp á betri fyrirsagnir. Við erum mjög glaðir en við megum ekki missa augun af boltanum," segir Cooper.

Leeds og West Bromwich Albion eru komin upp en umspilið ræður því hvert þriðja liðið verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner