Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. júlí 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: BBC 
Podolski fylgir hjartanu og efnir loforð við ömmu sína
Podolski er kominn heim.
Podolski er kominn heim.
Mynd: EPA
Podolski og amma hans heitin Zofia.
Podolski og amma hans heitin Zofia.
Mynd: Instagram
Eftir farsælan átján ára atvinnumannaferil þar sem hann hefur fagnað sigri á HM, orðið Þýskalandsmeistari og lyft enska FA-bikarnum er Lukas Podolski tilbúinn að fylgja hjartanu.

Það hefur verið draumur þessa 36 ára leikmanns að spila fyrir uppáhalds fótboltaliðið sitt, Gornik Zabrze. Hann er genginn í raðir félagsins og spilar sinn fyrsta leik í pólsku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Podolski fæddist í pólska bænum Gliwice sem er við hlið Zabrze í Póllandi. Þó hann hafi aðeins verið tveggja ára gamall þegar hann flutti með foreldrum sínum til Þýskalands þá ólst hann upp við að styðja Gornik.

Spilaði fyrir Þýskaland en elskaður í Póllandi
Þessi fyrrum leikmaður Kölnar, Bayern München og Arsenal hefur spilað 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað 48 mörk en aldrei hefur hann gleymt uppruna sínum í Póllandi.

Monika, eiginkona hans, er pólsk og þau tala við börnin sín á pólsku. Samband Podolski við heimahagana hefur alltaf verið sterkt, ekki síst vegna fjölda heimsókna til ömmu sinnar Zofiu sem var stuðningsmaður Gornik eins og aðrir í fjölskyldunni.

Af virðingu við Pólland fagnaði Podolski ekki þegar hann skoraði í tvígang með þýska landsliðinu gegn því pólska á EM 2008 og hann hefur alla tíð fylgst vel með gengi Gornik. Hann hefur horft á alla leiki liðsins í gegnum sjónvarp sem hann hefur haft tök á að sjá.

Saman unnum við HM
Podolski lofaði ömmu sinni Zofiu að einn daginn myndi hann spila fyrir Gornik. Hún lifir það þó ekki að sjá hann efna loforð sitt þar sem hún lést í desember 2019.

„Sem lítill strákur þá lék ég mér í fótbolta með mér. Þú gerðir mig að því sem ég er. Þú trúðir alltaf á mig og drauma mína. Saman unnum við gull á HM," skrifaði Podolski á Instagram þegar Zofia lést. Hann birti mynd af þeim saman með gullmedalíuna frá HM.

Í Zabrze trúðu margir því að loforð Podolski um að spila fyrir Gornik Zabrze væri innantómt. Annað kom á daginn og Podolski gerði eins árs samning við félagið með möguleika á öðru ári til viðbótar. Hann segir að þetta sé síðasta félagið sem hann spilar fyrir á ferlinum.

Liðið hafnaði í tíunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en stuðningsmenn trúa á bjartari tíma með blóm í haga eftir komu Podolski. Eftirvæntingin er mikil og í fyrsta sinn í sögu félagsins var haldin sérstök leikmannakynning á leikvangnum þegar Podolski skrifaði undir. Tíu þúsund stuðningsmenn voru samankomnir.
Athugasemdir
banner
banner