Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. júlí 2022 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Þrjú lið jöfn á toppnum - Dramatískt stig í Hafnarfirði
Átta stig skilja níu efstu liðin að
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Öllum leikjum dagsins er lokið í 3. deildinni og er toppbaráttan ótrúlega spennandi þar sem aðeins eitt stig skilur fjögur efstu liðin að.


Dalvík/Reynir jafnaði toppliðin á stigum með sigri á útivelli í fjörugum leik gegn botnliði KH.

Dalvíkingar komust í tveggja marka forystu snemma leiks en heimamenn í KH náðu að jafna í upphafi seinni hálfleiks. Viktor Daði Sævaldsson gerði sigurmark Dalvíkur á lokakaflanum og tryggði gríðarlega dýrmæt stig.

Dalvík/Reynir er með 25 stig eftir 13 umferðir og er jafnt KFG og Víði á toppnum, einu stigi fyrir ofan Sindra sem fylgir fast á eftir.

KH 2 - 3 Dalvík/Reynir
0-1 Borja Lopez Laguna ('8 )
0-2 Númi Kárason ('12 )
1-2 Sveinn Þorkell Jónsson ('35 )
2-2 Haukur Ásberg Hilmarsson ('52 )
2-3 Viktor Daði Sævaldsson ('82 )

Kormákur/Hvöt er í fjórða sæti eftir sigur gegn fallbaráttuliði Vængja Júpíters þar sem Acai Rodriguez og Allu Djalo sáu um markaskorunina.

Kormákur/Hvöt er með 20 stig, fimm stigum frá toppnum, en með fjögur lið í bakinu í ótrúlega jafnri deild þar sem aðeins átta stig skilja efstu níu liðin að.

Að lokum gerði ÍH jafntefli við KFS og náði þannig í mikilvægt stig í fallbaráttunni. KFS komst í tveggja marka forystu fyrir leikhlé en heimamenn náðu að jafna með dramatísku marki á lokamínútunum.

ÍH er er í þriggja liða fallbaráttu ásamt Vængjum Júpíters og KH á meðan KFS getur enn blandað sér í toppbaráttuna, enda með 19 stig og aðeins sex stigum frá toppsætinu.

Kormákur/Hvöt 2 - 0 Vængir Júpiters
1-0 Acai Nauset Elvira Rodriguez ('39 )
2-0 Aliu Djalo ('80 , Mark úr víti)

ÍH 2 - 2 KFS
0-1 Eyþór Daði Kjartansson ('18 )
0-2 Ólafur Haukur Arilíusson ('45 )
1-2 Einar Örn Harðarson ('66 )
2-2 Arnar Sigþórsson ('87 )


Athugasemdir
banner
banner