Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Maupay á leið til Ítalíu?
Neil Maupay gæti verið á förum
Neil Maupay gæti verið á förum
Mynd: EPA
Ítalska félagið Salernitana hefur lagt fram 15 milljón punda tilboð í Neil Maupay, sóknarmann Brighton á Englandi, en Athletic hefur heimildir fyrir þessu.

Brighton keypti Maupay frá Brentford fyrir þremur árum á 14 milljónir punda og hefur hann svo sannarlega verið þess virði en hann hefur verið markahæsti leikmaður enska liðsins þrjú ár í röð.

Maupay er samningsbundinn í eitt ár til viðbótar hjá Brighton en hann gæti verið opinn fyrir því að fara í sumar.

Brighton keypti Deniz Undav frá belgíska félaginu Union Saint-Gilloise í janúar og lánaði hann strax aftur. Undav skoraði 25 mörk og lagði upp 10 í 33 leikjum í Belgíu.

Það er búist við því að hann verði framherji númer eitt hjá Brighton og þá er félagið þegar með Danny Welbeck og Leandro Trossard, auk þess að hafa fengið hinn 19 ára gamla Julio Enciso í sumar.

Ekki er ljóst hvort Brighton er reiðubúið að samþykkja tilboð Salernitana á þessum tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner