Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir McKennie besta Bandaríkjamanninn í Evrópu
Weston McKennie
Weston McKennie
Mynd: Getty Images
Massimo Allegri, þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að Weston McKennie sé besti Bandaríkjamaðurinn sem spilar í Evrópuboltanum.

Juventus keypti McKennie frá þýska félaginu Schalke á síðasta ári en tímabilið áður hafði hann verið á láni hjá ítalska félaginu og staðið sig vel.

McKennie, sem er 23 ára gamall, er fastamaður á miðsvæðinu í bandaríska landsliðinu og er Allegri þeirrar skoðunar að hann sé besti Bandaríkjamaðurinn í Evrópuboltanum.

„McKennie er líklega besti Bandaríkjamaðurinn sem er að spila í Evrópu. Það er mjög mikilvægt fyrir hann að halda áfram að spila á þessu getustigi sem hann hefur sýnt hjá Juventus," sagði Allegri.

Bandaríkin á marga öfluga leikmenn í Evrópu en þar má nefna Sergino Dest, leikmann Barcelona, Tyler Adams, sem var að ganga í raðir Leeds frá Leipzig og Christian Pulisic hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner