Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. ágúst 2021 21:45
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Njarðvík skoraði fimm í síðari hálfleik - Markvörður Hauka rekinn af velli
Njarðvík vann öflugan sigur á Haukum
Njarðvík vann öflugan sigur á Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 6 - 1 Haukar
1-0 Bergþór Ingi Smárason ('11 )
1-1 Arnór Pálmi Kristjánsson ('27 )
2-1 Conner Jai Ian Rennison ('51 )
3-1 Magnús Þórðarson ('71 )
4-1 Aron Snær Ingason ('82 )
5-1 Hlynur Magnússon ('88 )
6-1 Hlynur Magnússon ('90 )

Njarðvík kjöldró Hauka, 6-1, í 2. deild karla á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld.

Bergþór Ingi Smárason kom Njarðvík á bragðið á 11. mínútu áður en Arnór Pálmi Kristjánsson jafnaði metin sextán mínútum síðar.

Terrance William F. Dieterich, markvörður Hauka, fékk tvö gul spjöld á fimm mínútuna kafla undir lok fyrri hálfleiks og þar með rekinn af velli. Það hafði mikil áhrif á gestina.

Í síðari hálfleik skoruðu Njarðvíkingar fimm mörk. Conner Jai Ian Rennison gerði mark á 51. mínútu og tuttugu mínútum síðar skoraði Magnús Þórðarson þriðja markið. Aron Snær Ingason gerði fjórða markið á 82. mínútu áður en varamaðurinn Hlynur Magnússon bætti við tveimur mörkum undir lokin.

Lokatölur 6-1 og Njarðvík í ágætri stöðu í 4. sæti deildarinnar með 29 stig á meðan Haukar eru í 9. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner