Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 23. ágúst 2021 09:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Aron Einar með Covid - Landsliðshópur kynntur í vikunni
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk Covid-19 veiruna en þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Þar kemur fram að góðar líkur séu þó taldar á að Aron verði klár í slaginn fyrir komandi landsleiki en hópurinn verður kynntur í vikunni.

Aron er með félagsliði sínu Al-Arabi í æfingabúðum í Katar þar sem hann hefur verið í einangrun uppi á hótelherbergi síðan hann greindist með veiruna.

Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM í komandi mánuði. Leikirnir verða 2., 5. og 8. september. Ísland er með þrjú stig í riðli sínum.
Athugasemdir
banner
banner