Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. ágúst 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestir í 2. deild: 2001 og 2003 módel að gera gott mót
Bergvin Fannar Helgason.
Bergvin Fannar Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæþór Ívan Viðarsson.
Sæþór Ívan Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður 16. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar var Bergvin Fannar Helgason , leikmaður ÍR.

„Ég er sammála þessu vali, þetta er gott val. 2-0, tvö mörk á útivelli á móti KV," sagði Stefán Birgir Jóhannesson.

„Hann er fæddur árið 2003 og er búinn að spila virkilega fínt tímabil. Hann á ekki marga leiki undir belti," sagði Sverrir Mar Smárason.

Leikmaður 17. umferðar var svo Sæþór Ívan Viðarsson, leikmaður Reynis í Sandgerði.

„Sæþór hljóp eins og tittlingur, ungur strákur sem er búinn að gera gott mót í sumar," sagði Stefán.

„Hann er uppalinn Fáskrúðsfirðingur og kemur í Reyni fyrir þetta tímabil. Hann kemur með bróður sínum og verður bara betri og betri, fæddur 2001 og á góða framtíð fyrir sér," sagði Sverrir.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
11. umferð: Oumar Diouck (KF)
12. umferð: Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
13. umferð: Völsungsliðið
14. umferð: Aron Óskar Þorleifsson (ÍR)
15. umferð: Ivan Prskalo (Reynir S.)
Ástríðan - Gestur í stúdíóinu og farið yfir helgina
Ástríðan - Tvö lið að falla úr 2.deild og loksins heil umferð kláruð í 3.deild
Athugasemdir
banner
banner