Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. ágúst 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Verið gulls ígildi fyrir ÍH
Andri Jónasson (ÍH)
Andri í leik með Þrótti Vogum í fyrra.
Andri í leik með Þrótti Vogum í fyrra.
Mynd: Víkurfréttir - Hilmar Bragi
Andri Jónasson, leikmaður ÍH, var besti leikmaður 17. umferðar að mati Ástríðunnar. Andri átti góðan leik gegn Tindastóli.

„Andri Jónasar skorar þrennu í 8-0 sigri. Ég kemst ekki yfir það hvað þetta er lítið boðlegt hjá Tindastóli," sagði Sverrir Mar Smárason. Hann og Stefán Birgir Jóhannesson ræddu um þennan stórsigur.

„Bræðurnir Brynjar og Andri voru báðir mættir með Jako-tösku á æfingu. Andri hefur verið gulls ígildi fyrir þetta ÍH-lið," sagði Sverrir.

„Hann er með bestu ef ekki besti leikmaður ÍH," sagði Stefán Birgir.

Andri er 26 ára og gekk í raðir ÍH frá Þrótti Vogum fyrir þetta tímabil.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
11. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
12. umferð: Dimitrije Cokic (Ægir)
13. umferð: Jóhann Ólafur Jóhannsson (KFG)
Ástríðan - Tvö lið að falla úr 2.deild og loksins heil umferð kláruð í 3.deild
Athugasemdir
banner
banner