Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. ágúst 2021 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Böðvar og Davíð Kristján héldu hreinu - Kolbeinn spilaði í tapi
Davíð Kirstján í leik með Álasundi
Davíð Kirstján í leik með Álasundi
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Þrír Íslendingar voru á ferðinni í Skandinavíu í kvöld en bæði Davíð Kristján Ólafsson og Böðvar Böðvarsson héldu hreinu.

Davíð Kristján spilaði allan leikinn er Álasund gerði markalaust jafntefli við Strömmen í norsku B-deildinni. Þetta var ellefti leikur hans í deildinni á tímabilinu.

Álasund er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig eftir fimmtán leiki.

Í sænsku B-deildinni lék þá Böðvar Böðvarsson allan leikinn fyrir Helsingborg sem gerði markalaust jafntefli við Vasalund.

Helsingborg er í öðru sæti með 31 stig eftir sautján leiki en Böðvar hefur verið mikilvægur í toppbaráttu liðsins frá því hann kom frá Póllandi.

Kolbeinn Sigþórsson var þá í byrjunarliði Gautaborgar sem tapaði fyrir Varberg Bois í sænsku úrvalsdeildinni, 2-1. Hann spilaði allan leikinn með liðinu en tókst ekki að komast á blað.

Gautaborg er í 11. sæti úrvalsdeildarinnar með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner