Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. ágúst 2021 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Leiknis og HK: Emil og AAA snúa aftur
Emil Berger
Emil Berger
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AAA Arnþór Ari Atlason.
AAA Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Leiknir tekur á móti HK í leik sem hefst klukkan 18:00 á eftir. Leikurinn er liður í átjándu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

HK er í næstneðsta sæti, átta stigum á eftir Leikni sem er í sjöunda sætinu. Leiknir tapaði síðasta leik, 5-0, gegn FH og HK tapaði gegn KR, 0-1.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!!!

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn FH. Leiknir endurheimtir lykilmann en Emil Berger snýr aftur eftir leikbann. Þá kemur Daði Bærings Halldórsson einnig inn í byrjunarliðið en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Árni Elvar Árnason setjast á bekkinn.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, gerir tvær breytingar. Atli Arnarson tekur út leikbann og Stefan Ljubicic tekur sér sæti á bekknum. Arnþór Ari Atlason og Ólafur Örn Eyjólfsson koma inn í liðið. Arnþór var líkt og Emil Berger í banni í síðustu umferð.

Byrjunarlið Leiknis:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Máni Austmann Hilmarsson
9. Sólon Breki Leifsson
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar
23. Dagur Austmann
24. Daníel Finns Matthíasson
26. Hjalti Sigurðsson

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
17. Jón Arnar Barðdal
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
29. Valgeir Valgeirsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!!!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner