mán 23. ágúst 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
City gerir lokatilraun í Kane - Nuno vill Adama Traore
Powerade
Kane í leiknum gegn Úlfunum.
Kane í leiknum gegn Úlfunum.
Mynd: Getty Images
Adama Traore er orðaður við Spurs.
Adama Traore er orðaður við Spurs.
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: EPA
Kane, Haaland, Traore, Aouar, Locatelli, Xhaka, Madueke og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum þennan mánudaginn.

Manchester City ætlar að gera lokatilraun í þessari viku til að krækja í sóknarmanninn Harry Kane (28). Framtíð enska landsliðsfyrirliðans er í óvissu en hann kom inn sem varamaður í sigri Tottenham gegn Úlfunum. Daniel Levy stjórnarformaður Spurs er ákveðinn í að halda honum. (Telegraph)

Tottenham íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í vængmanninn Adama Traore (25) hjá Wolves. Nuno Espirito Santo vill aftur vinna með Spánverjanum en þeir voru þrjú ár saman á Molineux. (Telegraph)

Sagt er að 64 milljóna punda söluákvæði í samningi Erling Haaland (21) við Borussia Dortmund verði virkt í Janúar. Manchester United er meðal félaga sem vilja fá norska sóknarmanninn. (Marca)

Tottenham hefur áhuga á franska miðjumanninum Houssem Aouar (23) hjá Lyon en hann er einnig á blaði hjá Juventus. (Calciomercato)

Arsenal gerði misheppnaða tilraun til að fá Manuel Locatelli (23) sem gerði samning við Juventus. Arsenal bauð Sassuolo hærri upphæð en Juventus bauð. (Gazzetta di Modena)

Eduardo Camavinga (18) er fáanlegur frá Rennes á 35 milljónir evra. Franski miðjumaðurinn neitaði að skrifa undir nýjan samning við franska félagið. (Fabrizio Romano)

Tottenham vill fá enska U21 landsliðsmiðjumanninn Noni Madueke (19) aftur en PSV Eindhoven hefur tilkynnt Lundúnafélaginu að það þurfi að koma 40 milljóna punda tilboð. Madueke fór frá Spurs til hollenska félagsins 2018. (Mirror)

Chelsea er aftur farið að ræða við Sevilla um franska varnarmanninn Jules Kounde (22) og mun skapa pláss í leikmannahópnum með því að leyfa Davide Zappacosta (29), Kurt Zouma (26) og Ike Ugbo (22) að fara. (Mail)

Zappacosta er á leið til Atalanta þar sem hann gerir fjögurra ára samning. (Sky Sport Italia)

Stan Kroenke, eigandi Arsenal, sagði í pistli sínum í leikskránni fyrir leikinn gegn Chelsea að svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka væri búinn að gera nýjan langtímasamning. Arsenal hefur ekki tilkynnt um þennan samning. (Mail)

Tottenham er komið langt í viðræðum við Metz um Pape Matar Sarr (18). Senegalski miðjumaðurinn mun kosta rúmlega 10 milljónir evra. (Le Republicain Lorrain)

Tottenham vill fá bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (22) frá Juventus. (Tuttosport)

Manchester United mun reyna að ná samkomulagi um portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (24) fyrir lægri upphæð en 40 milljóna punda verðmiðann. (Mirror)

Burnley er tilbúið að slá félagsmet og gera 15 milljóna punda tilboð í Maxwel Cornet (24), vinstri bakvörð Lyon. Viðræður eru um fjögurra ára samning við þennan landsliðsmann Fílabeinsstrandarinnar. (Sun)

Roma hefur áhuga á Clement Lenglet (26), franska miðverðinum hjá Barcelona. (Corriere dello Sport)

Southampton færist nær því að kaupa Lyanco (24), varnarmann Torino, á 6,4 milljónir punda. Dýrlingarnir eru í leit að manni í stað Jannik Vestergaard. (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner