Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. ágúst 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Engin fyrirspurn borist í Maddison í sumar
James Maddison, leikmaður Leicester.
James Maddison, leikmaður Leicester.
Mynd: Getty Images
James Maddison, lykilmaður Leicester, hefur í sumar verið orðaður við Arsenal en Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að engin fyrirspurn hafi borist varðandi leikmanninn.

„Það hefur verið umræða um Maddison allt árið. Það hefur verið slúður í blöðunum en ekki meira en það því það barst ekki svo mikið sem fyrirspurn í hann," segir Rodgers.

Leicester heimsækir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rodgers segir að leikmenn hafi trú á þeirri vegferð sem liðið er á en það va í baráttu um Meistaradeildarsæti á síðasta tímabili og vann FA-bikarinn.

„Í fortíðinni hefur það verið þannig að leikmenn hafa talið sig þurfa að fara til að taka skref á ferlinum. En í sumar hafa leikmenn getað velt fyrir sér á hvaða stað Leicester er og vilja vera hluti af þessu verkefni. Það eru frábær tíðind," segir Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner