Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. ágúst 2021 21:07
Brynjar Ingi Erluson
England: Antonio skoraði tvö í frábærum sigri á Leicester
Michail Antonio fagnar marki gegn Leicester í kvöld
Michail Antonio fagnar marki gegn Leicester í kvöld
Mynd: Getty Images
West Ham 4 - 1 Leicester City
1-0 Pablo Fornals ('26 )
2-0 Said Benrahma ('56 )
2-1 Youri Tielemans ('69 )
3-1 Michail Antonio ('80 )
4-1 Michail Antonio ('84 )
Rautt spjald: Ayoze Perez, Leicester City ('40)

West Ham United er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann tíu leikmenn Leicester City í kvöld, 4-1, á Ólympíuleikvanginum í London.

Spænski miðjumaðurinn Pablo Fornals gerði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu. Declan Rice vann boltann á miðjunni, fann Fornals, sem lagði hann á Said Benrahma.

Benrahma fann Fornals aftur inn í teignum sem skoraði örugglega framhjá Kasper Schmeichel.

Fjórtán mínútum síðar var Ayoze Perez rekinn af velli fyrir ljótt brot á Fornals. Hann ætlaði að vinna boltann af Fornals en var alltof seinn og var rekinn af velli eftir að Michael Oliver, dómari leiksins, skoðaði endursýningu á VAR-skjánum.

Benrahma bætti við öðru marki á 56. mínútu. Caglar Soyuncu gerði hræðileg mistök í vörninni er hann reyndi að senda boltann aftur fyrir sig á Schmeichel. Michail Antonio komst í boltann, lagði boltann á Benrahma sem skoraði.

Youri Tielemans minnkaði muninn þrettán mínútum síðar eftir að Patson Daka náði að skalla boltann á Tielemans. Belgíski miðjumaðurinn átti skot í vörnina, fékk boltann aftur og nýtti færið í annarri tilraun.

Antonio var hins vegar hetjan líkt og í síðustu umferð. Hann skoraði 47. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir fyrirgjöf frá Rice og er hann því nú markahæsti leikmaður West Ham frá upphafi í úrvalsdeildinni.

Hann fagnaði þeim áfanga með því að bæta við öðru marki fjórum mínútum síðar. Vladimir Coufal átti sendingu inn á Antonio, sem lyfti boltanum á milli varnarmanna Leicester áður en hann potaði boltanum í netið.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og frábær frammistaða West Ham í þessum leik skilar öðrum sigri í deildinni. Lokatölur 4-1 og West Ham með fullt hús stiga en Leicester með þrjú stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner