Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. ágúst 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Tvö lið sem stefna á Evrópubaráttu
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham.
Mynd: EPA
Það er einn leikur í deild þeirra bestu á Englandi á þessu mánudagskvöldi.

Flautað verður til leiks klukkan 19:00 þar sem West Ham tekur á móti Leicester.

Bæði þessi lið stefna væntanlega á það að blanda sér í Evrópubaráttuna, líkt og á síðasta tímabili. Þau byrjuðu bæði á sigri í fyrstu umferð; West Ham gegn Newcastle og Leicester gegn Úlfunum.

Árni Ragnar Steindórsson var spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hann spáir sigri Leicester.

„Leicester byrjar sterkt í ár og West Ham hefur ekki vaknað fyrir áramót í 20 ár."

mánudagur 23. ágúst

ENGLAND: Premier League
19:00 West Ham - Leicester (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner