Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. ágúst 2021 10:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frábær tíðindi fyrir Bæjara - Samkomulag við Kimmich í höfn
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich hefur framlengt samning sinn við Bayern Munchen. Hann er núna samningsbundinn fram á sumarið 2025. Gamli samningurinn átti að renna út sumarið 2023.

Kimmich er hægri bakvörður sem getur einnig leyst stöðu miðjumanns. Hann var í launadeilum við Bayern en samkomulag er nú í höfn.

„Við erum himinlifandi að Joshua Kimmich verður áfram í Munchen. Joshua passar fullkomlega við FC Bayern," skrifaði Oliver Kahn á Twitter.

Kimmich er 26 ára og hefur verið hjá Bayern frá árinu 2015. Hann er uppalinn hjá Bösingen og Stuttgart en lék sín fyrstu ár í meistaraflokki með RB Leipzig áður en Bayern keypti hann. Kimmich hefur leikið 59 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner