Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 23. ágúst 2021 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Gary Neville segir Man Utd að ná í Kane
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Manchester United eigi að taka hlutina skrefinu lengra á markaðnum og reyna að fá Harry Kane frá Tottenham Hotspur áður en glugginn lokar í næstu viku.

Kane vill yfirgefa Tottenham og hefur framherjinn tekið það skýrt fram við Daniel Levy, eiganda félagsins, að hann vilji reyna fyrir sér annars staðar til að vinna titla.

Manchester City hefur verið í viðræðum við Tottenham en ekki er víst að félagið nái samkomulagi um kaupverð. Levy vill eitthvað í kringum 150 milljónir punda en Man City er ekki reiðubúið að samþykkja þann verðmiða.

Neville og Jamie Carragher ræddu markaðinn hjá stóru liðunum og hvað sum lið þurfa að gera til að auka stigin í deildinni en Neville vill að United gangi skrefinu lengra og kaupi Kane.

United hefur þegar keypt þá Raphael Varane og Jadon Sancho, leikmenn sem styrkja hópinn gríðarlega, en hann vill þó að félagið geri meira.

„Mín tilfinning er sú að ég held að Sancho og Varane komi ekki til með að hafa sömu áhrif á United og Alisson og Van Dijk gerðu fyrir Liverpool til þess að koma þeim í 90 til 95 stig til að vinna deildina," sagði Neville.

„Þú sérð hvað Chelsea er búið að gera með Romelu Lukaku og nú er Van Dijk kominn til baka úr meiðslum. Man City er búið að fá Jack Grealish og er að reyna við Harry Kane. Ef City fær Kane þá er það risastórt vandamál fyrir United."

„Ég á erfitt með að skilja af hverju Manchester United tekur hlutina ekki á næsta stig í þessum glugga. Unted hefur alltaf farið á eftir bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar, sem og bestu Englendingunum eða Bretum."

„Það er hægt að losa um laun og fá einhvern pening fyrir Anthony Martial, Daniel James og Jesse Lingard. Af hverju fer ekki United á eftir Kane í þessari viku? Því ef Kane kemur til United þá kemst liðið upp í þessi 90 til 95 stig,"
sagði Neville ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner