Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. ágúst 2021 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur: Það er allt á móti okkur
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur ekkert gengið upp hjá Íslendingaliði AGF á tímabilinu. Jón Dagur Þorsteinsson leikur með AGF, sem er í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins tvö stig eftir fyrstu sex leikina.

AGF hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en byrjunin á þessu tímabili hefur verið vægast sagt skelfileg.

Liðið tapaði 2-0 gegn Viborg í dag og mætti Jón Dagur í viðtal eftir leikinn.

„Ég veit ekki hvað skal segja. Það hefur ekkert fallið með okkur frá því tímabilið byrjaði. Í dag fengum við á okkur víti snemma og svo í seinna markinu þá er það eitthvað skot sem þú skorar úr í einni af 100 tilraunum," sagði Jón Dagur.

„Þetta er týpískt. Það er allt á móti okkur."

„Við fengum færi í seinni hálfleik en náðum ekki að nýta þau, og fengum það sem við áttum skilið. Við verðum að líta í spegil og finna út hvað er að. Við megum ekki bara vera heima í fýlu, við verðum að halda áfram," sagði Jón Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner