Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. ágúst 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun skapast meira pláss fyrir Hákon Arnar?
Hákon Arnar er mjög efnilegur.
Hákon Arnar er mjög efnilegur.
Mynd: Getty Images
Hollenska stórliðið Ajax er í viðræðum við FC Kaupmannahöfn um kaup á Mohamed Daramy.

FC Kaupmannahöfn staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að Daramy hafi ekki áhuga á því að fara til Club Brugge í Belgíu og því hafi viðræðum við belgíska félagið verið slitið.

„Við getum staðfest að tilboð hefur borist frá Ajax í Mohamed Daramy," segir á vefsíðunni.

Daramy er 19 ára gamall kantmaður sem þykir mjög efnilegur. Ef hann fer til Hollands, þá gæti það skapað pláss fyrir eina af vonarstjörnum Íslands; Hákon Arnar Haraldsson.

Hákon Arnar er 18 ára gamall Skagmaður sem er hluti af aðalliðshópi FCK. Hann spilar á svipuðum stað á vellinum og Daramy. Hann kom inn á sínum fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner