Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. ágúst 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Pedri farinn í verðskuldað frí
Pedri í leik með spænska landsliðinu.
Pedri í leik með spænska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Pedri er loksins farinn í smávegis frí. Það er vel hægt að segja að það sé verðskuldað.

Þessi 18 ára leikmaður Barcelona hefur staðið í ströngu síðastliðið ár. Hann var valinn besti ungi leikmaður EM alls staðar þar sem hann lék virkilega vel fyrir Spánverja.

Hann fór svo beint á Ólympíuleikana þar sem Spánn fór í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Brasilíu.

Eftir að hafa öðlast reynslu hjá Las Palmas í spænsku B-deildinni lék Pedri sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Barcelona síðasta haust. Hann lék í öllum deildarleikjum Barcelona fyrir utan einn og var einnig í eldlínunni í bikarnum og Meistaradeildinni.

Hann fékk ekkert sumarfrí og mætti strax inn í nýtt tímabil með Barcelona. Hann spilaði á laugardag þegar Börsungar gerðu 1-1 jafntefli við Athletic Bilbao. Eftir leikinn var hann sendur beinustu leið í smávegis frí.

Hann verður ekki með gegn Getafe, sem er síðasti leikur fyrir landsleikjahlé. Pedri verður svo væntanlega í spænska landsliðshópnum í byrjun næsta mánaðar.

Pedri birti mynd af sér í flugvél eins og sjá má hér að neðan. Hann vonandi nýtur þess að fara í stutt frí.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner