Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 23. ágúst 2021 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Markalaust í Breiðholti
Leiknismenn taka með  sér stig úr leiknum
Leiknismenn taka með sér stig úr leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir R. 0 - 0 HK
Lestu um leikinn

Leiknir R. og HK gerðu markalaust jafntefli á Domusnova-vellinum í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Heimamenn komu boltanum í netið á 21. mínútu. Bjarki Aðalsteinsson var þar að verki en markið var dæmt af. „Einhver hefur staðið fyrir Arnari Frey í markinu þar sem flaggið fór á loft, eða það hlýtur að vera. Sólon og Dagur stóðu í markteignum en ég sé ekki alveg hvað var að þessu marki," var sagt í textalýsingu Fótbolta.net.

Staðan í hálfleik var 0-0 en í byrjun síðari hálfleiks átti Ívar Örn Jónsson hörkuskot sem Guy Smit varði meistaralega.

HK-ingar komu sér í nokkur fín færi en vörn Leiknis gerði vel og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Leiknismenn eru með 22 stig í 7. sæti þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni á meðan HK er með 14 stig í næst neðsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner