Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 23. ágúst 2021 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid snýr aftur á Santiago Bernabeu í september
Santiago Bernabeu
Santiago Bernabeu
Mynd: Getty Images
Leikmenn spænska knattsoyrnuliðsins Real Madrid spila næsta heimaleik sinn á Santiago Bernabeu en tæpt eitt og hálft ár er síðan liðið lék þar síðast.

Bernabeu er heimavöllur Madrídinga og hefur verið síðan 1947 en hann hefur þó ekki verið í notkun síðan í mars á síðasta ári.

Félagið hafði ákveðið að dæla 525 milljónum evra í breytingar á leikvangnum og hófst það verk árið 2019. Þegar spænska deildin ákvað að gera hlé vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sá Real Madrid tækifæri til að keyra í framkvæmdir.

Því hefur liðið ekki spilað leik á Bernabeu síðan í mars á síðasta ári en liðið hefur spilað heimaleiki sína á Alfredo Di Stefano-vellinum.

Nú er hins vegar Bernabeu klár og mun Real Madrid spila við Celta Vigo þann 11. september á nýjum og endurbættum leikvangi en félagið greindi frá þessu í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner