Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. ágúst 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skiptust á að syngja um Harry Kane
Harry Kane í leiknum í gær.
Harry Kane í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Harry Kane kom inn á sem varamaður þegar Tottenham vann 1-0 sigur gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær, sunnudag.

Kane hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Hann vill komast frá Tottenham þar sem hann vill vinna titla. Manchester City er að reyna að kaupa hann en það gengur ekki rosalega vel.

Þegar Kane kom inn á sem varamaður í gær, þá myndaðist sannkallað söngstríð.

Stuðningsfólk Wolves byrjaði á því að syngja að Kane vildi drulla sér í burtu frá Tottenham. Stuðningsfólk Spurs svaraði: „Hann er einn af okkur."

Þegar Kane var kominn inn á, sungu stuðningsmenn Úlfana: „Það er bara einn gráðugur andskoti," og „Hann verður í Manchester í fyrramálið."

Stuðningsfólk Tottenham ákvað að svara því með: „Harry Kane, hann er metinn á meira en Wolves."

Stuðningsfólk Tottenham hló síðast, það fór heim með stigin þrjú.


Athugasemdir
banner
banner