Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. ágúst 2021 09:57
Elvar Geir Magnússon
Umkringdu bíl Arteta og báðu hann um að segja af sér
Mynd: Getty Images
Reiðir stuðningsmenn Arsenal umkringdu bíl Mikel Arteta, stjóra liðsins, eftir tapið gegn Chelsea í gær.

Þeir hindruðu Arteta í að keyra burtu frá Emirates vellinum og báðu hann um að „gera Arsenal greiða" og segja starfi sínu lausu.

Öryggisverðir fjarlægðu stuðningsmennina svo Arteta gæti komist leiðar sinnar.

Arsenal hefur tapað fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á tímabilinu en í fyrstu umferð beið liðið lægri hlut fyrir nýliðum Brentford. Þetta er versta byrjun Arsenal í 118 ár.

Stuðningsmenn Arsenal hafa baulað á leikmenn sína í fyrstu tveimur umferðunum þegar þeir hafa gengið af velli.

Arteta vonast til að koma liði sínu á sigurbraut á miðvikudag þegar það leikur deildabikarleik gegn West Brom. Í hádeginu á sunnudag á Arsenal svo leik gegn Manchester City í deildinni.

Sjá einnig:
Arteta: Deildin ræðst ekki í ágúst

@hussthegooner

These performances are not good enough #arsenal #arteta #premierleague #football #artetaout #chelsea #aftv

♬ Ramenez la coupe à la maison - Vegedream

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner