Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 23. ágúst 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Örn skrifar undir nýjan samning hjá Breiðabliki
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Viktor Örn Margeirsson hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik.

Nýr samningur hans gildir til loka árs 2023.

Viktor Örn lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks árið 2015 og nú eru leikirnir orðnir 153 og mörkin tíu. Viktor Örn hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum Breiðabliks á tímabilinu og hefur verið gríðarlega öflugur.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir Blika að Viktor Örn verði áfram í grænu treyjunni næstu árin," segir í tilkynningu frá Kópavogsfélaginu.

Viktor Örn og Damir Muminovic hafa myndað miðvarðarpar Breiðabliks í sumar.

Breiðablik er í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum og með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner