Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. september 2018 13:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alvaro Montejo framlengir við Þór - Spánverjarnir áfram
Í leik með Þór í sumar.
Í leik með Þór í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski framherjinn Alvaro Montejo hefur framlengt samning sinn við Þór á Akureyri.

Á vefsíðunni Kaffið.is segir að Montejo hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning.

Montejo, sem kom fyrst til Íslands árið 2014, var frábær fyrir Þór í sumar. Hann skoraði 16 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni en þar að auki skoraði hann tvö mörk í fjórum bikarleikjum. Auk þess að spila með Þór hefur hann spilað með Hugin, Fylki og ÍBV hér á landi.

Montejo greinir frá því á Twitter að hann hafi verið valinn besti leikmaður Þórs á tímabilinu.

Það voru tveir Spánverjar í liði Þórs í sumar og voru tveir af bestu leikmönnum liðsins. Hinn Spánverjinn, miðjumaðurinn Nacho Gil, framlengdi samning sinn fyrr í sumar og þeir verða því báðir áfram hjá félaginu. Mikil gleðitíðind fyrir Þórsara.

Þór endaði í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar. Akureyrarliðið fær nýjan þjálfara fyrir næsta sumar en Lárus Orri Sigurðsson er hættur með liðið eftir tvö ár í starfi.



Athugasemdir
banner