Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Fjölnis og Breiðabliks: Birnir áfram á bekknum
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ólafur Íshólm byrjar hjá Breiðabliki.
Ólafur Íshólm byrjar hjá Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, fer á sinn gamla heimavöll þegar Blikar heimsækja Fjölni í Pepsi-deild karla á eftir. Heil umferð, næstsíðasta umferðin, fer fram klukkan 14:00.

Beinar textalýsingar:
14:00 FH - Valur
14:00 ÍBV - Stjarnan
14:00 Fjölnir - Breiðablik
14:00 KR - Fylkir
14:00 KA - Grindavík
14:00 Keflavík - Víkingur R

Fjölnir þarf á sigri að halda í þessum leik gegn Blikum en ef liðið tapar og önnur úrslit fara ekki með Fjölnismönnum þá gæti farið svo að þeir falli úr Pepsi-deildinni. Breiðablik er í þriðja sæti fyrir leikinn og er í meiri möguleika á að fara ofar en neðar.

Fjölnir byrjar með sama lið og vann Grindavík 1-0 í síðustu umferð. Birnir Snær Ingason er áfram á bekknum en Ólafur Páll Snorrason sagði það hreint út eftir sigurinn gegn Grindavík að hann hefði ekki verið sáttur með frammistöðu Birnis að undanförnu. Bergsveinn Ólafsson og Þórir Guðjónsson eru einnig á bekknum hjá Fjölni.

Það er ein breyting hjá Blikum frá 3-0 sigri gegn Fylki í síðustu umferð. Ólafur Íshólm byrjar í markinu í stað Gunnleifs Gunnleifssonar sem er í leikbanni.

Byrjunarlið Fjölnis:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
8. Igor Jugovic
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Almarr Ormarsson
13. Anton Freyr Ársælsson
20. Valmir Berisha
21. Valgeir Lunddal Friðriksson
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Kolbeinn Þórðarson
4. Damir Muminovic (f)
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen
10. Oliver Sigurjónsson
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
19. Aron Bjarnason

Beinar textalýsingar:
14:00 FH - Valur
14:00 ÍBV - Stjarnan
14:00 Fjölnir - Breiðablik
14:00 KR - Fylkir
14:00 KA - Grindavík
14:00 Keflavík - Víkingur R
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner