Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 13:00
Orri Rafn Sigurðarson
Byrjunarlið ÍBV og Stjörnunar: „Kóngurinn kveður"
Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilar sinn síðasta leik á Hásteinsvelli í dag.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilar sinn síðasta leik á Hásteinsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍBV og Stjarnan eigast við á Hásteinsvelli klukkan 14:00 í næst síðustu umferð Peps deildar karla.

Fyrir þennan leik eru liðin á sitthvorum enda töflunnar. ÍBV situr í áttunda sæti, fjórum stigum á undan Fjölni, sem er í fallsæti. Stjarnan situr í öðru sæti, þremur stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals. Stjörnumenn þurfa á sigri að halda í dag og treysta á að FH stríði Val og taki af þeim stig til að eiga möguleika á titlinum í lokaumferðinni.

Beinar textalýsingar:
14:00 FH - Valur
14:00 ÍBV - Stjarnan
14:00 Fjölnir - Breiðablik
14:00 KR - Fylkir
14:00 KA - Grindavík
14:00 Keflavík - Víkingur R

Sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir tímabilið.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá ÍBV en tilkynningin ber yfirheitið: „Kóngurinn kveður Hásteinsvöll í dag." Gunnar Heiðar byrjar þennan leik fyrir ÍBV.

Sjá einnig:
Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna

Byrjunarlið ÍBV
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Breki Ómarsson
11. Sindri Snær Magnússon (f)
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Yvan Erichot
30. Atli Arnarson
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
38. Víðir Þorvarðarson
92. Diogo Coelho

Byrjunarlið Stjörnunar
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner