Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. september 2018 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Pogba er misskilinn
Paul Pogba er kannski bara misskilinn
Paul Pogba er kannski bara misskilinn
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, er mikill aðdáandi Paul Pogba hjá Manchester United en þeir tveir urðu heimsmeistarar í sumar.

Pogba leiddi franska landsliðið til sigur á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar en hann hefur þó fengið töluverða gagnrýni í ensku miðlum fyrir spilamennsku sína með Manchester United.

Hann er gagnrýndur fyrir óstöðugleika í frammistöðum sínum og að hann sé kannski aðeins of upptekinn af sjálfum sér en Deschamps er ekki sammála.

„Það er þessi hugmynd um að hann sé rosalega upptekinn af sjálfum sér en það er ekki málið. Ég hef talað við hann um samband hans við fjölmiðla og mér finnst þessi gagnrýni í hans garð ekki verðskulduð," sagði Deschamps.

„Gagnrýni er hins vegar partur af þessu og maður lærir að taka henni með reynslunni. Það er það sem gerðist fyrir hann og ég held að hann hafi fengið meiri virðingu."

„Hann kom með okkur og klár í að verða heimsmeistari og hann tók allan hópinn með sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner