Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. september 2018 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Jóns um Viktor: Hann mun ekki stökkva á hvað sem er
Viktor Jónsson var magnaður í sumar
Viktor Jónsson var magnaður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson gæti yfirgefið Þrótt en það er mikill áhugi á honum eftir að hann skoraði 22 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni í sumar.

Viktor var markakóngur Inkasso og ljóst að mörg lið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttar, viðurkenndi það að það gæti reynst erfitt að halda honum.

„Þó Viktor hafi verið allsráðandi í markaskorun en þá voru margir að koma að þessum mörkum og nú er það okkar að fylgja því eftir og sjá hvað við höldum af mannskapnum og hvað við getum bætt við, þannig við höfum sterkjan kjarna að byggja á," sagði Gunnlaugur í viðtali í gær.

„Þó Viktor sé langheitasti maðurinn í þessari deild þá á hann eitt ár eftir og það þarf að semja um það. Það væri best í stöðunni að hann yrði áfram en við skiljum að metnaðurinn hans er að spila í efstu deild en ég veit það að hann mun ekki stökkva á hvað sem er."

„Það þarf að vera rétt move fyrir hann og réttur þjálfari sem er tilbúinn að satsa á hann. Hann er ekki unglamb lengur þó hann sé ekki gamalla að þá erum við með alla ása í okkar hendi. Það er einhver áhugi á honum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner