Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir tímabilið.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá ÍBV en tilkynningin ber yfirheitið: „Kóngurinn kveður Hásteinsvöll í dag."

„ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag kl. 14:00. Þetta verður ekki bara síðasti heimaleikur ÍBV á þessu tímabili heldur verður þetta síðasti heimaleikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Gunnar Heiðar hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna. Gunnar á að baki 148 leiki með ÍBV og 62 mörk."

„Gangi þér vel kæri vinur og takk fyrir þitt framlag til félagsins."

Gunnar Heiðar er orðinn 36 ára gamall en á þessu tímabili hefur hann skorað sex mörk í 16 leikjum. Hann hóf ferilinn með ÍBV en kom aftur til félagsins árið 2015 eftir 11 ár í atvinnumennsku. Erlendis lék hann í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Englandi og Tyrklandi.

Gunnar á að baki 24 A-landsleiki en í þeim skoraði hann fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner