Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 23. september 2018 16:41
Egill Sigfússon
Hallgrímur Mar: Mikill heiður að vera fyrirliði hjá mínu félagi
Hallgrímur Mar fyrirliði KA
Hallgrímur Mar fyrirliði KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA fékk Grindavík í heimsókn í dag á Greifavöllinn í næst síðustu umferð Pepsí-deildar karla og unnu 4-3 sigur. Hallgrímur Mar Steingrímsson fyrirliði KA manna sagði að þessi leikur hefði verið virkilega skemmtilegur og verðskuldaður sigur hjá KA.

Lestu um leikinn: KA 4 -  3 Grindavík

„Þetta var fyrst og fremst erfiður leikur, sanngjarn sigur samt sem áður. Það hefðu hæglega getað komið fleiri mörk á báða boga og var geggjaður leikur fyrir áhorfendur!"

Hallgrímur skoraði einkar laglegt mark í upphafi leiks og sagðist vera viss um að hann væri að fara að skora. Einnig lýsti hann yfir stolti yfir að bera fyrirliðabandið hjá félagi sem hann hefur verið hjá í að verða áratug.

„Ég sá að Steinþór kom í overlappið og opnaði fyrir mér svo ég köttaði inn og vissi allan tímann að ég væri að fara smyrja hann inn. Það er mikill heiður að vera fyrirliði KA, þetta er mitt félag þar sem ég er búinn að vera hérna í næstum því 10 ár."

KA er í 6.sæti deildarinnar og það þarf mikið að gerast til að þeir fari úr því og kveðst Hallgrímur ánægður með árangur sumarsins.

„Við vildum auðvitað gera betur en í fyrra og það þarf eitthvað ótrúlegt að gerast til að við missum þetta 6.sæti. Við förum samt að sjálfsögðu í síðasta leikinn til að vinna hann, það er ekki spurning!"
Athugasemdir
banner
banner
banner